Víkingur stendur best fjárhagslega

Í viðskipta­hluta Dag­mála þessa vik­una var rætt um fjár­mála­hlið íþrótta. Gest­ur þátt­ar­ins var Sæv­ar Þór Sveins­son, sér­fræðing­ur í þeim efn­um og um­sjón­ar­maður vefs­ins Utan vall­ar.

Samkvæmt Sævari er Víkingur Reykjavík líklega það íþróttafélag sem stendur best fjárhagslega núna. „Ef maður ætti að velja eitthvað eitt félag þá væri það örugglega bara Víkingur,“ segir hann.

Hann bendir á að einföld skýring liggi þar að baki, góður árangur á vellinum. Sérstaklega hafi Evrópukeppnirnar vegið þungt í tekjum félagsins á undanförnum árum. „Evróputekjurnar skipta þar mestu máli,“ útskýrir hann.

Auk Víkings nefnir Sævar að Breiðablik og Valur séu einnig meðal þeirra félaga sem standi sterk fjárhagslega. „Breiðablik, Valur og Víkingur eru þessi stærstu félög fjárhagslega. Og það er eiginlega bara af því þeim gengur best á vellinum. Þetta helst hönd í hönd,“ segir hann.

Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK