Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania á Íslandi er gestur í viðskiptahluta Dagmála. Hún segir að fyrirtæki sem hafi þegar tekið gervigreind í notkun sjái fljótt mikinn rekstrarlegan ávinning.
„Ég held að það sé óumflýjanlegt að árangurinn sjáist fljótt,“ segir hún og bætir við að bæði hér heima og erlendis hafi reynslan sýnt að árangurinn láti ekki á sér standa.
Hún bætir við að mannlegi þátturinn styrkist í kjölfarið. Hún segir að sérfræðingar nýtist betur fyrir fyrirtækin þegar gervigreind kemur inn í myndina, hvort sem er til að keyra stærri verkefni, hraða framkvæmdum, auka vöruframboð eða bæta þjónustu. „Þannig að maður sér strax töluverðan ávinning,“ segir hún.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: