Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri Eikar fasteignafélags, var gestur í viðskiptahluta Dagmála þessa vikuna. Rætt var um rekstur Eikar, efnahagsmál og fasteignamarkaðinn.
Þegar spurt er um vaxtalækkunarferli segir Hreiðar að í draumaheimi myndi hann óska sér hraðrar lækkunar vaxta. Hins vegar telur hann að mikilvægast sé að vaxtastig sé fyrirsjáanlegt og jafnt.
„Hagkerfið okkar ræður best við stöðugleika, hvort sem vextir eru háir eða lágir. Það sem skiptir mestu máli er að þeir séu stöðugir yfir tíma, því þannig geta allir tekið bestu ákvarðanirnar,“ segir hann.
Hreiðar leggur áherslu á að Seðlabankinn verði skýr í sínum skilaboðum og fyrirsjáanlegur í ákvörðunum.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér: