Vélfag á barmi gjaldþrots og fer í mál við ríkið

Vélfag er með starfsemi sína á Akureyri.
Vélfag er með starfsemi sína á Akureyri. mbl.is/Þorgeir

Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu og fleiri málshöfðanir eru væntanlegar erlendis, meðal annars í Lúxemborg fyrir EFTA og EES dómstólum, að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Tilkynning félagsins kemur í kjölfar aðgerða utanríkisráðuneytisins þar sem ákveðið var að veita félaginu skilyrta undanþágu frá þvingunarheimildum næstu fjórar vikur. Eftir það verði félagið hins vegar að leggja fram „afgerandi gögn eða upplýsingar“ til að losa félagið undan þvingunum.

Í tilkynningu Vélfags kemur fram að ráðuneytið hafi ekki tilgreint hvaða gagna sé krafist. Sökun þess stefni félagið í þrot að þessum fjórum viknum liðnum. 

Fram kemur að hvorki Vitaly Orlov, Nikita Orlov né núverandi meirihlutaeigandi hafi verið á neinum viðurlagalista, sömuleiðis sé engin tenging milli núverandi hluthafa og við félagið Norebo. 

Félagið segir að aðgerðir stjórnvalda séu óhóflegar og byggðar á veikum lagagrundvelli.  „Slíkar aðgerðir gætu leitt til umfangsmikilla málaferla vegna skaðabóta gegn íslenska ríkinu, sem að lokum myndi lenda á skattgreiðendum,“ segir í tilkynningunni.

Vélfag segist sannfært um að skýr niðurstaða muni liggja fyrir hjá evrópskum dómstólum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK