„Óljóst hvað verður um starfsemina á Möltu”

Einar Örn Ólafsson forstjóri Pla.
Einar Örn Ólafsson forstjóri Pla. mbl.is/Árni Sæberg

Óljóst er hvað verður um starfsemi dótturfélagsins Fly Play Europe sem er dótturfélag Play. Samkvæmt skriflegu svari frá Einari Erni Ólafssyni forstjóra Play við fyrirspurn mbl.is.

„Malta er þannig ekki með neinar velar í rekstri en félagið er svo sem enn til,” segir í svarinu.

Tilkynnt var um í lok mars að Fly Play Europe, sem er dótturfélag Fly Play hf., hafi fengið afhent flugrekstrarleyfi (AOC) frá flugmálayfirvöldum á Möltu. Stofnun félagsins var liður í endurskipulagningu Play.

Í tilkynningunni í mars kom fram að Play hafi þegar náð samkomulagi við flugrekandann SkyUp í Austur-Evrópu og liður í því samkomulagi var leiga þriggja véla á nýja maltneska flugrekstrarleyfinu. Fram kom að vélarnar muni einungis sinna flugstarfsemi utan Íslands og ekki undir vörumerkjum Play.

Nú eru hins vegar fjórar vélar frá flugfélaginu í leiguverkefnum hjá SkyUp. Áætlanir Play gerður ráð fyrir því að sjö vélar yrðu í leiguverkefnum hjá maltneska flugfélaginu en fjórar á Íslandi, að mestu í sólarlandaflugi. Þær áætlanir raungerðust hins vegar ekki og er félagið nú á leið til gjaldþrotaskipta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK