Japanir glíma við fólksfækkun samtímis því sem vægi landsins í heimsbúskapnum fer minnkandi. Það skapar ýmsar áskoranir en landið er skuldugt og horfir fram á harðnandi samkeppni í Asíu.
ViðskiptaMogginn var í för með Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra í Tókýó á dögunum en við það tilefni var boðið upp á fyrirlestur Rodrigo González, eins helsta sérfræðings tímaritsins The Economist í efnahagsmálum Asíu.
Við það tilefni útskýrði González hvernig Japanir hafa brugðist við fólksfækkun með því að flytja inn fleira erlent starfsfólk. Samkvæmt samantekt hans eru nú 2,3 milljónir erlendra ríkisborgara starfandi í Japan og eru Víetnamar þeirra fjölmennastir eða 571 þúsund talsins.
Japönsk stjórnvöld hyggjast efla þjónustugeirann og gegnir ferðaþjónusta þar mikilvægu hlutverki. Bolli Thoroddsen, forstjóri bókunarvefsins TripToJapan.com, hefur bent á að þau hyggjast taka á móti 60 milljónum erlendra ferðamanna árið 2030, sem yrði nálægt tvöföldun frá metárinu 2019.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
