Nú nemur Baume et Mercier land

Riviera-úrin komu fyrst á markað árið 1973. Hönnunin hefur staðist …
Riviera-úrin komu fyrst á markað árið 1973. Hönnunin hefur staðist tímans tönn.

Hið ljúfa líf er vikulegur lífstílsdálkur ViðskiptaMoggans

Von er á skemmtilegu nýju merki á íslenska úramarkaðinn og þessa dagana er unnið að því hjá Michelsen að búa til gott pláss í búðinni fyrir Baume et Mercier.

Um er að ræða einn af þessum rótgrónu öldungum svissneskrar úrsmíði en rætur Baume et Mercier ná allt aftur til ársins 1830. Fyrirtækið varð snemma þekkt fyrir afar vönduð og nákvæm úrverk, rakaði til sín verðlaunum og sigraði allan heiminn.

Það má setja Baume et Mercier n.v. á svipaða hillu og TAG Heuer eða Longines og kosta ódýrustu úrin þeirra 890 franka en þau dýrustu 26.100 franka. Með fyrirvara um að verðlisti Michelsen liggur ekki fyrir má umreikna þessi verð yfir í u.þ.b. 135 þúsund til 3,9 milljónir króna.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK