Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar

Birna Ósk Einarsdóttir nýr forstjóri Húsasmiðjunnar.
Birna Ósk Einarsdóttir nýr forstjóri Húsasmiðjunnar. Ljósmynd/Aðsend

Birna Ósk Einarsdóttir hefur verið ráðin nýr forstjóri Húsasmiðjunnar og tekur hún við starfinu 1. janúar nk. 

Fram kemur í tilkynningu að Birna hafi starfað áður sem framkvæmdastjóri hjá APM Teminals, dótturfélagi A.P. Møller - Mærsk, sem sérhæfir sig í hafnarrekstri um allan heim og er eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum. Áður var Birna Ósk framkvæmdastjóri yfir markaðs-, þjónustu- og vöruþróunarmálum hjá Icelandair, Landsvirkjun og Símanum.

Birna Ósk situr núna í stjórn SKEL, Mílu og Almannaróms. 

„Við erum ánægð að fá Birnu Ósk til liðs við okkur og hlökkum til að halda vexti og þróun félagsins áfram með hana í stafni og styrkja enn frekar þjónustu félagsins og sterkt samband við viðskiptavini um land allt. Þrátt fyrir að hefja ekki formlega störf fyrr en á nýja árinu, verður Birna Ósk viðloðandi rekstur Húsasmiðjunnar héðan í frá og mun taka þátt í stefnumótun og ákvarðanatöku með stjórnendateymi félagsins næstu vikur,“ er haft eftir Klaus Hadsbjerg, stjórnarmanni í Húsasmiðjunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK