Greinin birtist upphaflega í Morgunblaðinu 6. október.
Samningar hafa náðst á milli SnerpaPower og Norðuráls um að tengja álverið við hugbúnaðarlausn sem mun sjálfvirknivæða og besta áætlanir um raforkunotkun og pantanir til raforkusala.
SnerpaPower er ungt tæknifyrirtæki á raforkumarkaði sem hefur það að markmiði að auka nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og hraða orkuskiptum, og hefur þróað til þess sérstakan hugbúnað fyrir orkusækna starfsemi. Fyrirtækið þjónar í dag notendum með meira en 1.200 MW orkunotkun á klukkustund.
Í tilkynningu kemur fram að með nýja samningnum verður Norðurál stærsti viðskiptavinur SnerpaPower, en álverið á Grundartanga er eitt það stærsta í Evrópu, með framleiðslugetu upp á rúmlega 300.000 tonn. ai@mbl.is
