Evrópsku eftirlitsstofnanirnar (EBA, EIOPA og ESMA – ESA-stofnanirnar) gáfu í dag út viðvörun til neytenda um að sýndareignir geti verið áhættusamar og að vernd, ef einhver er, geti verið takmörkuð eftir því í hvaða sýndareignum þeir fjárfesta.
Þessari viðvörun fylgir upplýsingablað þar sem útskýrt er hvað ný reglugerð ESB um markaði fyrir sýndareignir (MiCA) þýðir fyrir neytendur, að því er segir í tilkynningu á vef Seðlabanka Íslands.
„ESA-stofnanirnar mæla með ákveðnum skrefum fyrir neytendur svo þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir áður en þeir fjárfesta í sýndareignum, svo sem að kanna hvort veitandinn hafi starfsleyfi,“ segir enn fremur.
