Vara neyt­end­ur við áhættu og tak­markaðri vernd vegna sýnd­ar­eigna

Sýndareign er stafræn framsetning á virði eða réttindum sem hægt …
Sýndareign er stafræn framsetning á virði eða réttindum sem hægt er að flytja og geyma rafrænt, með því að nota dreifða færsluskrá eða aðra svipaða tækni. Ljósmynd/Colourbox

Evrópsku eftirlitsstofnanirnar (EBA, EIOPA og ESMA – ESA-stofnanirnar) gáfu í dag út viðvörun til neytenda um að sýndareignir geti verið áhættusamar og að vernd, ef einhver er, geti verið takmörkuð eftir því í hvaða sýndareignum þeir fjárfesta.

Þessari viðvörun fylgir upplýsingablað þar sem útskýrt er hvað ný reglugerð ESB um markaði fyrir sýndareignir (MiCA) þýðir fyrir neytendur, að því er segir í tilkynningu á vef Seðlabanka Íslands. 

„ESA-stofnanirnar mæla með ákveðnum skrefum fyrir neytendur svo þeir geti tekið upplýstar ákvarðanir áður en þeir fjárfesta í sýndareignum, svo sem að kanna hvort veitandinn hafi starfsleyfi,“ segir enn fremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK