245 milljarða fjárfestingar á næstu árum

Orkuveitan
Orkuveitan mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjárfestingar upp á 245 milljarða króna eru framundan hjá fyrirtækjunum innan samstæðu Orkuveitunnar.

Þetta kemur fram í samandreginni fjárhagsspá fyrir Veitur, Orku náttúrunnar, Ljósleiðarann og Carbfix og móðurfélag Orkuveitunnar sem nær til áranna frá 2026 til og með 2030. Að jafnaði nema því áætlaðar árlegar fjárfestingar tæpum 50 milljörðum króna.

Í spánni, sem inniheldur einnig útkomuspá fyrir yfirstandandi ár, er meðal annars gert ráð fyrir að árlegar tekjur vaxi úr 70,9 milljörðum króna í útkomuspá 2025 í 96,0 milljarða árið 2030, eða um 35%. Einnig er því spáð að eigið fé Orkuveitunnar vaxi úr 262 milljörðum króna í árslok 2024 í 341 milljarða í árslok 2030, eða um 30%.

„Ætlum að afla aukinnar orku“

„Orkuveitan vill efla samkeppnishæfni íslensks samfélags,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar, í tilkynningu.

„Við ætlum að afla aukinnar orku fyrir atvinnulíf og heimili, tengja fleiri heimili okkar umhverfisvænum veitukerfum og halda áfram að þróa þau og uppfæra með nýrri tækni,“ bætir hann við og nefnir að í fjárhagsspánni sé hugað að viðnámsþrótti samfélagsins gagnvart loftslagsvánni og fleiri ógnum.

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar.
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar. mbl.is/Árni Sæberg

„Við fáum nú sífellt fleiri fyrirspurnir frá aðilum sem hafa áhuga á að byggja upp framleiðslu á Íslandi af því hér sé orkan græn og tækifæri til að binda með varanlegum hætti kolefnislosun frá væntanlegum vinnsluferlum. Við eigum á nokkrum stöðum á landinu vísi að grænum iðngörðum sem gætu orðið vettvangur slíkrar verðmætasköpunar,“ segir Sævar jafnframt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK