Áhrif af falli Play á hagvöxt verða takmörkuð

Arion greining gerir ráð fyrir hógværum hagvexti á þessu ári …
Arion greining gerir ráð fyrir hógværum hagvexti á þessu ári og spáir einungis 0,9% hagvexti, samanborið við 2,3% í spá Seðlabankans. mbl.is/Eyþór

Gjaldþrot flugfélagsins Play mun koma til með að auka atvinnuleysi hér á landi, en áhrif þess á hagvöxt verða takmörkuð. Þetta segir Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Arion greiningu, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Kári bendir á að það hafi að minnsta kosti 450 manns misst vinnuna við fall félagsins þegar afleidd störf eru tekin með.

„Með þeirri viðbót gæti mælt atvinnuleysi farið úr 3,5% í 4%,“ segir hann. Hluti starfsmanna gæti þó fundið sér nýtt starf fljótlega og dvalið stutt á atvinnuleysisskrá.

Arion greining hafði áður gert ráð fyrir að atvinnuleysi myndi aukast á næsta ári, meðal annars vegna samdráttar í útflutningsgreinum. Starfslok Play bætast nú við þá mynd. Ný spá greiningardeildarinnar gerir ráð fyrir 4,3% atvinnuleysi á næsta ári, á meðan Seðlabankinn spáir 3,5%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK