Seðlabankinn sendi frá sér í gær ábendingu um að eftirlitsstofnanir á fjármálasviði í Evrópu vari neytendur við áhættu sem fylgir viðskiptum með svonefndar sýndareignir, svo sem rafmyntir og önnur stafrænt útgefin verðmæti.
Í sameiginlegri yfirlýsingu Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA), verðbréfamarkaðseftirlitsins (ESMA) og vátrygginga- og lífeyrissjóðseftirlitsins (EIOPA) er bent á að neytendur njóti takmarkaðrar verndar ef eitthvað fer úrskeiðis í slíkum viðskiptum.
Þrátt fyrir að nýtt regluverk Evrópusambandsins, svonefnd MiCA-löggjöf um markaði fyrir sýndareignir, taki gildi, mun það ekki fjarlægja alla áhættu sem fylgir fjárfestingum á þessum markaði. Stofnanirnar minna á að virði sýndareigna geti sveiflast mikið og að oft sé óljóst hvaða réttindi fjárfestar hafi gagnvart útgefendum eða þjónustuveitendum.
Neytendum er ráðlagt að kynna sér vel hvaða tegund eignar þeir séu að fjárfesta í. mj@mbl.is
