Seðlabanki Íslands boðar til kynningar á yfirlýsingu peningastefnunefndar klukkan 9:30 í dag.
Þar munu þeir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri og staðgengill formanns peningastefnunefndar, kynna yfirlýsingu nefndarinnar og svara spurningum.
Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér fyrir neðan.
