Ekki fjármagna endalok mannkyns

Piech/Porsche-fjölskyldunni bauðst að kaupa bréf í gervigreindarfyrirtækinu OpenAI en hafnaði …
Piech/Porsche-fjölskyldunni bauðst að kaupa bréf í gervigreindarfyrirtækinu OpenAI en hafnaði því og vildi frekar veita gervigreindinni mótspyrnu. Fjölskyldan er sú 7. ríkasta í Þýskalandi með eignir upp á 9.500 ma.kr. AFP/Kirill Kudryavtsev

Í dag, 9. október, mun svissneska upplýsingatæknifyrirtækið Umanitek, í samvinnu við íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Videntifier, sem ber kennsl á myndefni á netinu, setja í loftið nýtt varnartól, The Guardian Agent, eða Varðliðann, í lauslegri íslenskri snörun. Með honum getur fólk og fyrirtæki kannað hvort myndefni í þeirra eigu hafi á einhvern hátt verið misnotað á netinu með gervigreindarvinnslu, stuldi, djúpfölsun eða öðru slíku.

Chris Rynning stjórnarformaður Umanitek og framkvæmdastjóri hjá AMYP, hluta af skrifstofu Piech/Porsche-fjölskyldunnar sem stýrir eignum hennar, segir að fjölskyldan hafi snemma farið að horfa til fjárfestinga í gervigreind. Hins vegar hafi hún ákveðið að fjárfesta ekki í bandaríska gervigreindarfyrirtækinu Open AI þegar það bauðst. Fjölskyldan vildi ekki „fjármagna endalok mannkyns“, eins og Rynning orðar það í samtali við Morgunblaðið.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK