Mikil stærðarhagkvæmni í eignastýringu

Ármann Þorvaldsson setti strax meiri áherslu á ytri vöxt.
Ármann Þorvaldsson setti strax meiri áherslu á ytri vöxt. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku segir að strax í fyrstu stefnumótun félagsins árið 2015 hafið verið ákveðið að leggja áherslu á eignastýringarstarfsemi og auka eignir í stýringu.

„Þegar ég mæti til starfa árið 2017 hefur verið mjög góður innri vöxtur í eignastýringunni og bankinn kominn með 128 milljarða í stýringu. Það var álíka og einhverjir minni aðilar á markaðnum voru með, eins og Gamma og Virðing. Þannig að umsvifin voru ekki orðin mjög mikil á þessum tíma.“

Annar áfanginn

Þegar Ármann sest í forstjórastólinn er áfram keyrt á sömu braut og eignir í stýringu halda áfram að aukast. „Eitt af því sem ég setti strax í meiri fókus var aukin áhersla á ytri vöxt. Segja má að það sé annar áfanginn í vexti Kviku. Árið 2017 keyptum við bæði Virðingu, sem var með rúmlega hundrað milljarða í stýringu, og Öldusjóði, sem voru með 45 milljarða í stýringu. Tveimur árum síðar bættist Gamma í safnið, sem var með á annað hundrað milljarða í stýringu. Samhliða innri vexti verður þetta allt saman til þess að upp úr árinu 2020 erum við komin með tæplega 450 milljarða króna í stýringu. Það er um það bil sú tala sem við erum með í stýringu í dag.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK