Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku segir að staða bankans í Bretlandi sé mjög góð. „Það gengur gríðarlega vel. Bretland er 20-25% af okkar heildarstarfsemi,“ segir Ármann í ítarlegu samtali við ViðskiptaMoggann.
Ein yfirtaka sem hefur skapað mikil verðmæti fyrir bankann í landinu voru kaupin á fasteignalánafyrirtækinu Ortus Secured Finance árið 2022. „Í fyrstu gekk starfsemin mjög erfiðlega en síðan fór að ganga mun betur. Það tók okkur tvö ár að ná markmiðum okkar. Vandræðin komu einkum til út af örum vaxtalækkunum í Bretlandi í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Það dró mjög úr arðsemi af lánastarfseminni í Bretlandi tímabundið, sem hefur síðan aukist umtalsvert.“
Forstjórinn segir að þó að í Bretlandi sé lánastarfsemin langumfangsmest hafi bresku dótturfélagi Kviku, Kvika Ltd., gengið mjög vel í fjárfestingum í óskráðum fyrirtækjum. „Við settum upp sex milljarða framtakssjóð í byrjun þessa árs og erum að sjá mikinn vöxt í þeirri starfsemi. Þarna erum við að fjárfesta með breskum aðilum í breskum fyrirtækjum. Við tökum einnig þátt sjálf að einhverju marki.“
Spurður um gott dæmi um vel heppnaða fjárfestingu nefnir Ármann net-tískuvöruframleiðandann Disturbia. „Við fjárfestum í þessu félagi fyrir tveimur árum. Disturbia selur vörur um allan heim. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins hefur á þessum tveimur árum farið úr um 500 milljónum íslenskra króna upp í tæplega tvo milljarða. Við höfum nánast aldrei séð viðlíka vöxt. Þetta er það sem getur gerst í smásölu á netinu. Hún getur sprungið út á skömmum tíma. Þetta er ólíkt því sem áður var, þegar menn voru háðir því að setja upp búðir við verslanagötur, sem gat tekið óratíma.“
Ármann segir til gamans að Disturbia hafi upphaflega verið stofnað af breskum hjónum árið 2002 til að selja myndskreytta stuttermaboli. „Svo líða fimmtán ár. Árið 2020 var veltan einungis milljón sterlingspund á ári. Þá skipta þau um kúrs. Eiginkona sér tækifæri í að leggja áherslu á kvenmannsklæðnað og fyrirtækið tekur flugið.“
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
