Metsölubókin Psychology of Money, eða Sálfræði peninganna, er nýútkomin í þýðingu fjármálasérfræðinganna Kristrúnar Tinnu Gunnarsdóttur og Georgs Lúðvíkssonar.
Þau voru spurð í viðskiptahluta Dagmála hvort þau ættu sér uppáhaldsdæmisögu eða -tilvitnun úr bókinni. Georg sagði að sér hefði sérstaklega fundist áhrifamikil frásögn úr þriðja kafla. Þar er sögð saga af rithöfundunum Kurt Vonnegut og Joseph Heller sem sátu í veislu hjá vogunarsjóðsstjóra.
Vonnegut benti Heller á að gestgjafinn hefði þénað meira á einum degi en Heller á allri skáldsögunni Catch-22. „Já,“ svaraði Heller þá, „en ég á eitthvað sem hann mun aldrei eiga. Ég á nóg.“
Georg útskýrði að kaflinn fjallaði um tilhneigingu okkar til að færa alltaf mörkin, að vera aldrei fullkomlega sátt heldur vilja aðeins meira. „Þetta tengist þeirri skilgreiningu að hamingja sé í raun munurinn á væntingum og raunveruleika,“ sagði hann. Ef væntingarnar færist sífellt til verði erfitt að ná sannri hamingju.
Áskrifendur Morgunblaðsins geta horft á þáttinn í heild sinni hér:
