Gjaldþrot flugfélagsins Play hf. mun samkvæmt mati fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafa lítil áhrif á þjóðarbúskapinn. Engu að síður eru áhrifin á afkomu ríkissjóðs metin á bilinu 1-2 milljarðar króna árið 2025 og 1-3 milljarðar árið 2026. Bent er á að þetta sé sá tekjumissir sem gjaldþrotið veldur ríkissjóði ásamt auknum útgjöldum tengdum Atvinnuleysistryggingasjóði og Ábyrgðasjóði launa.
Í minnisblaði sem ráðuneytið hefur sent fjárlaganefnd Alþingis kemur fram að áætlað sé að atvinnuleysi aukist um 0,2 prósentustig, sérstök áhrif gætu orðið á Suðurnesjum þar sem fjórðungur starfsfólks Play bjó.
Sérstaklega er tekið fram að einungis tíminn muni leiða í ljós hvaða margfeldisáhrif fall Play muni í raun hafa.
Bein áhrif á tekjur ríkissjóðs vegna launatengdra skatta eru metin neikvæð um 900 milljónir króna árið 2026, auk 700 milljóna króna fyrir sveitarfélög. Útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs vegna gjaldþrotsins gætu numið allt að 697 milljónum króna á árinu 2025, en óvissa ríkir um árið 2026.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
