Tesla aftur komið á beina braut?

Í Prudential Center Verslun Tesla í Boston. Flugmenn Icelandair eru …
Í Prudential Center Verslun Tesla í Boston. Flugmenn Icelandair eru sagðir þar tíðir gestir en hótel þeirra, The Colonnade Hotel, er skammt frá.

Er bílaframleiðandinn Tesla aftur kominn með byr í seglin eftir meint bakslag vegna samstarfs stofnandans, Elons Musks, og Donalds J. Trumps Bandaríkjaforseta?

Sölumaður Tesla í Prudential Center í Boston var allavega sannfærður um það þegar blaðamaður kom þar við síðustu helgi. Fullyrti sölumaðurinn að meint neikvæð áhrif þessa samstarfs væru að baki enda gleymdist pólitískt dægurþras fljótt.

Til upprifjunar leiddi Musk hagræðingarhóp sem ætlað var að finna leiðir til hagræðingar í ríkisrekstrinum í Bandaríkjunum og sporna þannig gegn frekari skuldasöfnun. Musk og Trump voru hinir ánægðustu með samstarfið til að byrja með, og jusu hvor annan lofi, en síðan komu upp stirðleikar í samskiptum Musks við starfslið forsetans og lauk því með brotthvarfi Musks í lok maímánaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka