Þungarokkari kemst til valda í Japan

Það sést á stærðarhlutföllunum að skrifstofa flokksformanns Frjálslynda lýðræðisflokksins virðist …
Það sést á stærðarhlutföllunum að skrifstofa flokksformanns Frjálslynda lýðræðisflokksins virðist hafa verið innréttuð með karlmenn í huga. Sigur Takaichi kom á óvart en verðbréfamarkaðurinn fagnaði fréttunum. AFP/Yuichi Yamazaki

Þegar ég heyri til fólks tala japönsku ljóma ég allur upp og geng jafnvel á hljóðið, þó að ég skilji varla stakt orð. Japanir eru nefnilega svo vandaðir og prúðir, og hvers manns hugljúfi. Það á við um alla þá sem vinna störf sem kalla á að umgangast fólk frá alls konar löndum, að þeir halda mest af öllu upp á Japanina.

Þar með er ekki sagt að Japanirnir láti vaða yfir sig eða séu einhvers konar einfeldningar sem hægt sé að ráðskast með. Margir hafa brennt sig á að halda að langlundargeð og tillitssemi Japanans geri hann að undirlægju. Þvert á móti getur Japaninn verið harður í horn að taka, ef til þess kemur, en hann kann þá list að forðast átök frekar en að sækjast eftir þeim, og reiða ekki til höggs án þess að skilja afleiðingarnar til fulls.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK