Laxeldið er fjórða iðnbyltingin

Hinrik Örn Bjarnason framkvæmdastjóri Eðalfangs og Andri Gunnarsson stjórnarformaður.
Hinrik Örn Bjarnason framkvæmdastjóri Eðalfangs og Andri Gunnarsson stjórnarformaður. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Hinrik Örn Bjarnason framkvæmdastjóri Eðalfangs, móðurfélags laxavinnslunnar Borgar Salmon, fiskvinnslunnar Norðanfisks og 101 Seafood, segir mikilvægt að koma Íslandi á kortið sem laxeldisþjóð – ekki eingöngu sem hráefnisframleiðanda heldur einnig sem fullvinnsluaðila. „Þar viljum við leggja hönd á plóg. Með meiri fullvinnslu fjölgar störfum í geiranum og verðmætið eykst.“

80% útflutningur

Hinrik segir að 70-80% af laxaframleiðslu Borgar Salmon sé útflutningur. „Veltan hjá okkur er að tvöfaldast milli ára og aukningin fer öll á erlendan markað.“

Andri Gunnarsson, stjórnarformaður Eðalfangs, segir að Borg Salmon og Norðanfiskur vinni vel saman. Auk þess að vinna hvítfiskinn þá reyki Norðanfiskur og grafi lax fyrir innanlandsmarkað. „Norðanfiskur er líklega stærsti aðilinn hér á landi í vinnslu og sölu fiskmetis.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK