Leapmotor rafbílar til sölu á Íslandi

Ísband valið sem umboðsaðili Leapmotor.
Ísband valið sem umboðsaðili Leapmotor. Ljósmynd/Aðsend

Kínverska rafbílamerkið Leapmotor er komið á íslenskan markað og hefur Ísband verið valið sem umboðsaðili. Forsala er hafin og bílarnir komnir í sýningarsal í Mosfellsbæ.

Fram kemur í tilkynningu að Leapmotor hafi vaxið hratt á alþjóðlegum markaði og sé nú einn söluhæsti nýi rafbílaframleiðandinn í heimalandi sínu. Samstarf við bílarisann Stellantis hafi opnað leiðir inn á nýja markaði, þar á meðal Ísland. Stellantis er meðal annars framleiðandi Jeep, Opel, Peugeot og fleiri tegunda.

„Viðskiptavinir eiga ekki að þurfa að fórna gæðum fyrir verð, þeir eiga að geta fengið gæðabíla á góðu verði. Leapmotor eru einmitt þannig bílar,“ er haft eftir Pétri Kristjáni Þorgrímssyni, forstjóra Ísband í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK