Verð á kakói hefur ekki verið lægra í um það bil tvö ár, en verulegar hækkanir urðu á hrávörunni á því tímabili. Í New York er verðið á framvirkum samningum með kakó nú um 6.150 dollarar á tonnið, eftir að hafa farið nálægt 12.000 dollurum í desember. Í London hefur verðið lækkað um 58% frá hæsta marki í apríl 2024.
Í frétt Financial Times kemur fram að greiningaraðilar telja helstu ástæðu lækkunarinnar vera samdrátt í eftirspurn þar sem hærra vöruverð hefur dregið úr neyslu. Að auki hefur veðurfar í helstu ræktarlöndum batnað og stjórnvöld í Vestur-Afríku hækkað lágmarksverð til bænda, sem gæti aukið framboð á næstu misserum.
Margir fjárfestar og vogunarsjóðir hafa einnig losað stöður sínar, sem ýtt hefur undir hraðara verðfall. Þrátt fyrir að skammtímaframboð virðist öruggt blasa við áhættuþættir.
Í frétt Financial Times kemur einnig fram að lækkunin muni að líkindum ekki strax skila sér í lægra smásöluverði á súkkulaði og tengdum vörum.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
