Mikil lækkun á verði á kakói

Kakóverð hefur lækkað eftir þó nokkrar hækkanir.
Kakóverð hefur lækkað eftir þó nokkrar hækkanir. mbl.is/Arnaldur

Verð á kakói hefur ekki verið lægra í um það bil tvö ár, en verulegar hækkanir urðu á hrávörunni á því tímabili. Í New York er verðið á framvirkum samningum með kakó nú um 6.150 dollarar á tonnið, eftir að hafa farið nálægt 12.000 dollurum í desember. Í London hefur verðið lækkað um 58% frá hæsta marki í apríl 2024.

Í frétt Financial Times kemur fram að greiningaraðilar telja helstu ástæðu lækkunarinnar vera samdrátt í eftirspurn þar sem hærra vöruverð hefur dregið úr neyslu. Að auki hefur veðurfar í helstu ræktarlöndum batnað og stjórnvöld í Vestur-Afríku hækkað lágmarksverð til bænda, sem gæti aukið framboð á næstu misserum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK