Novo Nordisk fjárfestir

Forstjóri Novo Nordisk, Mike Doustdar, stendur í ströngu.
Forstjóri Novo Nordisk, Mike Doustdar, stendur í ströngu. AFP/Ludovic Marin

Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur gert samkomulag um kaup á bandaríska líftæknifyrirtækinu Akero Therapeutics, sem sérhæfir sig í þróun lyfja gegn efnaskiptasjúkdómum.

Kaupverðið nemur allt að 5,2 milljörðum bandaríkjadala með bónusgreiðslum eða um 635 milljörðum króna.

Í tilkynningu frá Novo Nordisk segir að kaupin séu liður í að styrkja stöðu fyrirtækisins á sviði meðferða við MASH, sem er lifrarsjúkdómur tengdur efnaskiptatruflunum.

Í tilkynningunni er bent á að margir sem glíma við MASH séu einnig þjakaðir af sykursýki eða offitu, og því passi lyf Akero vel við núverandi lyfjaframboð Novo Nordisk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK