Danska lyfjafyrirtækið Novo Nordisk hefur gert samkomulag um kaup á bandaríska líftæknifyrirtækinu Akero Therapeutics, sem sérhæfir sig í þróun lyfja gegn efnaskiptasjúkdómum.
Kaupverðið nemur allt að 5,2 milljörðum bandaríkjadala með bónusgreiðslum eða um 635 milljörðum króna.
Í tilkynningu frá Novo Nordisk segir að kaupin séu liður í að styrkja stöðu fyrirtækisins á sviði meðferða við MASH, sem er lifrarsjúkdómur tengdur efnaskiptatruflunum.
Í tilkynningunni er bent á að margir sem glíma við MASH séu einnig þjakaðir af sykursýki eða offitu, og því passi lyf Akero vel við núverandi lyfjaframboð Novo Nordisk.
Kaupin koma til á miklum umbrotatíma í starfsemi Novo Nordisk því fyrirtækið stendur í miðjum skipulagsbreytingum. Tilkynnt hefur verið um uppsagnir á um 9.000 starfsmönnum, þar af 5.000 í Danmörku, þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
