Óveðursský hrannast upp hjá BrewDog

BrewDog-staðurinn við Frakkastíg var opnaður 2018 en verður lokað síðar …
BrewDog-staðurinn við Frakkastíg var opnaður 2018 en verður lokað síðar í mánuðinum. Aukinn kostnaður hefur smám saman sligað reksturinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í vikunni var tilkynnt að bjórknæpunni BrewDog á horni Hverfisgötu og Frakkastígs yrði brátt lokað. Staðurinn var opnaður árið 2018 og hefur lagt áherslu á vandaðan handverksbjór, bæði frá BrewDog og öðrum brugghúsum, og safaríkan mat.

Í viðtali á mbl.is sagði eigandinn Róbert Ólafsson að ástæða lokunarinnar sé hækkandi launakostnaður, verðhækkanir á aðföngum og vitaskuld síhækkandi skattlagning yfirvalda í formi áfengisgjalds. Segir Róbert að ekki sé hægt að velta öllum þessum kostnaði út í bjórverð, það sé komið yfir sársaukamörk hjá fólki.

Algengt verð á bjór á staðnum er 1.700-1.800 krónur fyrir 400 millilítra glas í dag, samkvæmt heimasíðu BrewDog. Þegar staðurinn var opnaður kostaði þekktasti bjór BrewDog, Punk IPA, 1.290 krónur á krana. Í dag er bara hægt að fá þann bjór í 440 millilítra dós og kostar hún 1.790 krónur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK