Gjaldaþrotaskiptum B Reykjavík ehf., sem hélt utan um rekstur skemmtistaðarins Bankastræti Club, er lokið en lýstar kröfur námu 100,9 milljónum króna.
Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur.
Félagið var úrskurðað gjaldþrota í febrúar á þessu ári.
Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðinnar, keypti skemmtistaðinn Bankastræti Club um miðjan júní árið 2023. Áður hafði Birgitta Líf Björnsdóttir áhrifavaldur átt hlut í staðnum.
