Starfsgreinasambandið (SGS) fordæmir ólögmæta markaðssetningu erlendra vörsluaðila lífeyrissparnaðar hér á landi.
Sambandið segir í ályktun á 10. þingi þess, sem lauk í Hofi á Akureyri í gær, að lögum samkvæmt sé óheimilt að ráðstafa lífeyrisiðgjaldi í annað en lífeyrisréttindi.
„Þrátt fyrir það hafa erlendir aðilar á borð við Allianz og Bayern tekið stóran hluta af lífeyrissparnaði íslensks launafólks í þóknanir og kostnað – allt að 25,8% fyrstu fimm árin og að meðaltali 7,9% yfir 40 ára samningstíma.
Þetta jafngildir milljörðum króna sem dregnir hafa verið af sparnaði launafólks og runnið í arðsemisvélar erlendra tryggingafélaga og íslenskra fjármálafyrirtækja.
Þannig er lífeyrissparnaður launafólks smám saman étinn upp af þóknunum sem
aldrei hefðu átt að fara í annað en að tryggja framtíðarréttindi,“ segir í ályktuninni.
Starfsgreinasambandið telur fyrirkomulagið ganga gegn lögum, vera ósanngjarnt og brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar.
Þingið gagnrýnir að sölumenn félaganna hafi herjað sérstaklega á ungt fólk á vinnumarkaði og fengið það til að ráðstafa viðbótarlífeyrissparnaði sínum og tilgreindri séreign í slíkan sparnað, án þess að vera upplýst um raunverulegan kostnað og langtímatap.
Þingið spyr:
Þingið krefst þess að:
„10. þing SGS skorar á Umboðsmann Alþingis að hefja frumkvæðisrannsókn á þessu máli, þar sem augljóslega er um að ræða kerfisbundið brot á lögum og jafnræðisreglu, sem opinberar stofnanir hafa látið viðgangast árum saman," segir í ályktuninni.
„SGS mun beita öllum tiltækum ráðum til að verja sína félagsmenn fyrir þessu óréttlæti er lýtur að erlendum vörsluaðilum lífeyrissparnaðar.“