Svipmynd: Laumast í stærðfræðimyndbönd

„Ah, kem eftir smá, gleymdi tölvunni heima,“ yrði titillinn á …
„Ah, kem eftir smá, gleymdi tölvunni heima,“ yrði titillinn á ævisögunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dr. Egill Júlíusson er framkvæmdastjóri tæknisviðs (e. CTO) hjá Arctic Green Energy. Hann stýrir jafnframt þekkingarsetri fyrirtækisins á Íslandi. Egill er viðmælandi í svipmynd ViðskiptaMoggans þessa vikuna. 

Egill starfaði áður hjá Landsvirkjun þar sem hann gegndi stöðu nýsköpunarstjóra og yfirforðafræðings. Hann er er með BSc. í vélaverkfræði frá Háskóla Íslanda, MSc. og PhD. í jarðvarmaauðlindaverkfræði frá Stanford-háskóla. Hann er einnig aðjunkt við Háskólann í Reykjavík.

Egill er mikill hvatamaður nýsköpunar og þróunar í orkugeiranum. Hann hefur unnið að margs konar nýjungum, m.a. hugbúnaði, reikniaðferðum, nýjum tegundum mælitækja og breytingum í því hvernig orkukerfi eru hugsuð, tengingu auðlinda við markað og rekstrarumhverfi fyrirtækja. Verkefnin eru gjarna þróuð í samstarfi milli fyrirtækja og háskóla, en Egill hefur leiðbeint yfir 20 masters- og doktorsnemum með þeirra verkefni.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka