Yfir 50 þúsund manns með reikning

Ármann Þorvaldsson segir að Kvika hafi byrjað að safna innlánum …
Ármann Þorvaldsson segir að Kvika hafi byrjað að safna innlánum með Auði án þess að bæta einum einasta starfsmanni við. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Á meðan fyrsti áfangi í tíu ára sögu Kviku banka var uppbygging eignastýringar var annar áfanginn stækkun lánabókar og aukning vaxtatekna. „Þar var bankinn með mjög litla hlutdeild miðað við stóru bankana. Það var veikleiki hjá okkur að fjármögnunin hentaði ekki til mikils útlánavaxtar á þessum tíma. Lánabókin var aðeins um 25 milljarðar þegar ég hóf störf árið 2017 vegna þessa og erfitt að stækka hana. Bankinn rak ekki útibú og var mjög lítið í einstaklingsviðskiptum. Fjármögnunin var mest í formi útgáfu víxla og einhverra skuldabréfa, ásamt því að taka við peningamarkaðs- og innlánum frá stærri aðilum,“ segir Ármann Þorvaldsson forstjóri Kviku í samtali við ViðskiptaMoggann.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK