Forsetarnir og pennarnir góðu

Donald J. Trump með Sharpie í hendi við að undirrita …
Donald J. Trump með Sharpie í hendi við að undirrita eina af sínum fjölmörgu tilskipunum.

Hið ljúfa líf er vikulegur lífstílsdálkur ViðskiptaMoggans

Með hverju er maðurinn að skrifa? Svakalega er þetta groddaleg skrift. Þannig spurðu margir þegar Donald Trump tók til við að undirrita tilskipanir í gríð og erg þar sem hann sat við skrifborðið í egglaga skrifstofu sinni í Washington.

Þarna hlaut að vera um einhvers konar undratæki að ræða, að minnsta kosti penna sem kostaði hundruð eða þúsundir dollara.

Annað kom á daginn. Hinn glysgjarni peningakarl hafði fallið fyrir tússpenna úr smiðju Sharpie. Þeir kosta nokkra dollara. Og svarið fyrir valinu var einfalt: það er miklu betra að skrifa með þeim en þessum dýrari áhöldum. Ekki skemmir fyrir að undirskriftin verður óvenju vígaleg. Fer ekki fram hjá neinum, ekki frekar en turnarnir og golfvellirnir sem bera nafn forsetans knáa.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK