Jákvætt greiðslumat dugir ekki til

Fimmtán umsóknir um hlutdeildarlán voru samþykktar í september og var heildarfjárhæð veittra lána um 208 milljónir króna, en til úthlutunar voru 333 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS).

Jákvætt greiðslumat dugir hins vegar ekki til og viðmið um greiðslubyrði (reglur Seðlabankans um hversu hátt hlutfall af útborguðum launum fólks má fara í að greiða af íbúðalánum) er helsta ástæða synjunar á lánveitingu.

Það sem af er ári hefur HMS borist 236 umsóknir um hlutdeildarlán frá alls 352 umsækjendum. Af innsendum umsóknum hafa einungis 117 þeirra verið samþykktar. Er það tæplega helmingur af umsóknum ársins fram til þessa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK