Stefna á 250 þúsund gesti

Í Boston Júlíus og Ragnhildur kynntu starfsemina á viðburðinum Taste …
Í Boston Júlíus og Ragnhildur kynntu starfsemina á viðburðinum Taste of Iceland í Boston næstsíðasta laugardag. mbl.is/Baldur

Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi Lava Show, segir útlit fyrir að yfir 200 þúsund manns muni skoða sýninguna í ár og að með sama áframhaldi verði gestafjöldinn um 250 þúsund á næsta ári. Vegna mikillar aðsóknar sé verið að tvöfalda sýningarrýmið á Fiskislóð á Granda.

Blaðamaður ræddi við Ragnhildi á milli sýninga Lava Show á viðburðinum Taste of Iceland í Boston sem Íslandsstofa skipuleggur. Við það tilefni voru þau Ragnhildur og eiginmaður hennar, Júlíus Ingi Jónsson, með fjórar sýningar yfir daginn og leyndi sér ekki að gestir sýndu íslenska hrauninu mikinn áhuga. Þurfti Lava Show-teymið að byrja daginn snemma, eða um fimmleytið, til að hita hraunið svo að það næði tilsettu bræðslumarki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK