Áskell, áskriftarkerfi fyrir þá sem selja vörur eða þjónustu í áskrift, hefur valið Gjaldskil sem samstarfsaðila. Kerfi félagana verða í kjölfarið samþætt.
Samkvæmt tilkynningu munu viðskiptavinir Áskels nú geta sent ógreiddar kröfur sjálfvirkt í innheimtu hjá Gjaldskilum.
„Við leit okkar að heppilegum samstarfsaðila lögðum við áherslu á nokkur lykilatriði. Lausnin yrði að vera tæknilega fremst meðal aðila á markaði. Einnig var okkar skilyrði að viðhorf og framtíðarsýn samstarfsaðilans væru í takt við okkar eigin hvað varðar framtíðarþróun, skilvirkni og sjálfvirknivæðingu,” er haft eftir Kjartani Sverrissyni, framkvæmdastjóra Áskels og Overcast, í tilkynningu.
