Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. október.
Breski lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur fallist á að lækka verð á sumum lyfjum sínum á Bandaríkjamarkaði í skiptum fyrir undanþágu frá tollum. Er þetta liður í áætlun Hvíta hússins um að lækka heilbrigðisútgjöld Bandaríkjamanna, en í júlí sendi Donald Trump bréf til sautján stærstu lyfjaframleiðenda heims og fór fram á að þeir lækkuðu hjá sér verð.
Pfizer reið á vaðið fyrir röskri viku með svipuðum samningi og AstraZeneca hefur núna gert, sem undanskilur félagið frá tollum í þrjú ár í skiptum fyrir verulegan afslátt af listaverði lyfja fyrirtækisins. Bæði ætla fyrirtækin að fjárfesta í framleiðslu og lyfjaþróun í Bandaríkjunum; AstraZeneca fyrir 50 milljarða dala en Pfizer fyrir 70 milljarða.
Lyfjaverð er hvergi hærra en í Bandaríkjunum og algengt að sjúklingar borgi þrefalt meira fyrir lyfin þar en hjá öðrum þróuðum hagkerfum. Hefur Trump hótað að leggja tolla á þá framleiðendur sem ekki lækka verð til samræmis við það sem tíðkast í öðrum löndum og benda greinendur á að samkomulagið við Pfizer og AstraZeneca muni verða fordæmisgefandi fyrir aðra risa lyfjageirans. ai@mbl.is
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
