AstraZeneca semur við Hvíta húsið

Hátt lyfjaverð er verulegt vandamál í Bandaríkjunum.
Hátt lyfjaverð er verulegt vandamál í Bandaríkjunum. AFP/Dibyangshu Sarkar

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. október.

Breski lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur fallist á að lækka verð á sumum lyfjum sínum á Bandaríkjamarkaði í skiptum fyrir undanþágu frá tollum. Er þetta liður í áætlun Hvíta hússins um að lækka heilbrigðisútgjöld Bandaríkjamanna, en í júlí sendi Donald Trump bréf til sautján stærstu lyfjaframleiðenda heims og fór fram á að þeir lækkuðu hjá sér verð.

Pfizer reið á vaðið fyrir röskri viku með svipuðum samningi og AstraZeneca hefur núna gert, sem undanskilur félagið frá tollum í þrjú ár í skiptum fyrir verulegan afslátt af listaverði lyfja fyrirtækisins. Bæði ætla fyrirtækin að fjárfesta í framleiðslu og lyfjaþróun í Bandaríkjunum; AstraZeneca fyrir 50 milljarða dala en Pfizer fyrir 70 milljarða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka