Ræða ferðaþjónustu með tilliti til verðmætasköpunar

Ferðamenn við Brúarfoss.
Ferðamenn við Brúarfoss. mbl.is/Eyþór

Ferðaþjónustudagurinn 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október kl. 14.00.

Á Ferðaþjónustudeginum verður rætt um ferðaþjónustu með tilliti til verðmætasköpunar og stöðunnar í hagkerfinu, áhrif greinarinnar á samfélagið og hvað þarf til að tryggja að ferðaþjónusta getið áfram verið lykill að bættum lífskjörum.

Þá verður fjallað um mótun atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar og áformað náttúru- og innviðagjald (auðlindagjöld) á ferðamenn. Þannig er yfirskrift dagsins: Lykill að bættum lífskjörum – hvert er hlutverk ferðaþjónustu í framtíðarsýn stjórnvalda?

Forsætisráðherra og ferðamálaráðherra taka þátt

Meðal þátttakenda í ferðaþjónustudeginum í ár eru Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, ferðamálaráðherra, Pétur Óskarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur.

Þá taka góðir gestir innan ferðaþjónustunnar og utan hennar þátt í fundinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK