Tollastríð milli Bandaríkjanna og Kína virðist hafa verið endurræst eftir að Kína tilkynnti nýjar og strangari reglur um útflutning sjaldgæfra málma. Donald Trump forseti Bandaríkjanna brást við með því að tilkynna 100% toll á kínverskar vörur frá og með 1. nóvember, það ofan á núverandi 30% toll.
Kína krefst nú leyfis fyrir útflutningi á vörum sem innihalda jafnvel mjög lítið magn af tilgreindum málmum. Kína leggur þó áherslu á að ekki sé um bann að ræða, heldur leyfiskerfi byggt á þjóðaröryggi.
Eitthvað virðast þó ráðamenn vera að reyna að lægja öldurnar því Trump hefur birt á samfélagsmiðlum að þetta muni nú allt leysast.
Útflutningur Kína til Bandaríkjanna hefur dregist saman um 27% á síðustu mánuðum, á meðan útflutningur til Evrópusambandsins og Suðaustur-Asíu hefur aukist.
Markaðir í Bandaríkjunum hækkuðu eftir nokkuð hressilega lækkun á föstudag, enda erfitt þegar risarnir rífast.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
