Einfalda þarf reglur, hækka þröskulda og létta á framkvæmd samrunaeftirlits til að tryggja fyrirsjáanlegt rekstrarumhverfi sem styður við nýsköpun og hagvöxt. Þetta kemur fram í nýrri greiningu frá viðskiptaráði en ráðið stendur fyrir fundi í dag undir heitinu: Á hlykkjóttum vegi og fjallar um framtíð samrunaeftirlits.
„Samrunaeftirlit er jafnvægislist milli virkrar samkeppni og framþróunar. Á Íslandi hefur þetta jafnvægi raskast og ferlið er þyngra og flóknara en í nágrannaríkjum og leiðir oftar til íhlutunar samkeppnisyfirvalda,“ segir í greiningu Viðskiptaráðs.
Fram kemur að á Íslandi séu veltumörk tilkynningarskyldra samruna fimmfalt lægri en annars staðar á Norðurlöndunum. Það valdi því að mun fleiri samrunar þurfa að fara í gegnum lögbundið rannsóknarferli hérlendis.
Sjöfalt fleiri samrunamál hafa á undanförnum árum farið í ítarlegri rannsókn, svokallaðan fasa II, á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum.
Þá voru íhlutanir samkeppniseftirlitsins í samruna, þ.e. skilyrði eða ógilding, fimmfalt fleiri en íhlutanir samkeppnisyfirvalda annarra Norðurlanda á sama tímabili.
Af öllum íhlutunum samkeppnisyfirvalda innan EES á tímabilinu 2015-2023 áttu 7,6% þeirra sér stað á Íslandi.
Samkeppniseftirlitið rekur lestina meðal eftirlitsstofnana þegar kemur að leiðbeiningum og Ísland er í 42. sæti hvað viðkemur skilvirkni samkeppnislagaumhverfisins, en hinar Norðurlandaþjóðirnar sitja í 10. sæti að jafnaði.
„Viðskiptaráð leggur til hækkun veltumarka til samræmis við Norðurlönd, kallheimild verði afmörkuð, leiðbeiningarskylda lögfest, meðalhófs verði gætt í gagnabeiðnum, skýrari ramma um forviðræður og lögfestingu skilyrða og rökstuðningsskyldu vegna tilfærslu mála til frekari rannsóknar,“ segir í greiningunni.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
