Andreas Lundback, sérfræðingur hjá Topcon, leiðandi fyrirtæki í þróun mælitækni, vélstýringa og stafrænna lausna fyrir byggingariðnaðinn, segir að íslenski markaðurinn sé mjög fljótur að tileinka sér nýja tækni í byggingariðnaði og hafi í langan tíma verið leiðandi í þróun.
Tækni Topcon er til dæmis notuð til að stýra skurðgröfum, jarðýtum og vegheflum á hárnákvæman hátt, eins og hægt er að kynna sér á heimasíðu verkfræðistofunnar Vista, umboðsaðila Topcon.
Sem dæmi nefnir Lundback að hlutfall fyrirtækja sem noti vélstýringar sé mjög hátt hér á landi. „Þó að íslensk fyrirtæki séu oft minni í sniðum eru þau mjög opin fyrir tækninýjungum,“ segir Lundback.
Spurður um helstu áskoranir í byggingariðnaði, gps-leiðréttingum og vélastýringum í dag segir sérfræðingurinn að byggingariðnaðurinn sé mjög íhaldssamur. Hann fjárfesti afar lítið í tæknilausnum samanborið við aðrar framleiðslugreinar. „Það er áskorun að fá stjórnvöld til að aðlagast og bjóða út verk sem stuðla að notkun nýrrar tækni. Með því að nota lausnir okkar verða byggingarverkefni ekki aðeins skilvirkari með því að spara kostnað og auka framleiðni heldur vernda þau einnig umhverfið.“
Hvernig getur tækni Topcon stutt íslensk fyrirtæki sem glíma við manneklu, háan kostnað eða afskekkta verkstaði?
„Á Íslandi er efnis- og starfsmannakostnaður mjög hár. Þetta gerir að verkum að notkun vélstýringa og verkstjórnunartóla verður enn gagnlegri. Með skýjalausnum geta viðskiptavinir fjarstýrt stórum hluta verkstaða þar sem öll kerfin tengjast. Mæligögnum, vélstýringum og þrívíddarhönnun er hægt að stjórna í rauntíma hvaðan sem er. Við styðjum einnig samþættingu við þriðja aðila svo hægt sé að deila gögnum með öllum verkaðilum.“
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
