Opin fyrir tækninýjungum

Lundback kynnti lausnir Topcon á Iðnaðarsýningunni.
Lundback kynnti lausnir Topcon á Iðnaðarsýningunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Andreas Lundback, sérfræðingur hjá Topcon, leiðandi fyrirtæki í þróun mælitækni, vélstýringa og stafrænna lausna fyrir byggingariðnaðinn, segir að íslenski markaðurinn sé mjög fljótur að tileinka sér nýja tækni í byggingariðnaði og hafi í langan tíma verið leiðandi í þróun.

Tækni Topcon er til dæmis notuð til að stýra skurðgröfum, jarðýtum og vegheflum á hárnákvæman hátt, eins og hægt er að kynna sér á heimasíðu verkfræðistofunnar Vista, umboðsaðila Topcon.

Sem dæmi nefnir Lundback að hlutfall fyrirtækja sem noti vélstýringar sé mjög hátt hér á landi. „Þó að íslensk fyrirtæki séu oft minni í sniðum eru þau mjög opin fyrir tækninýjungum,“ segir Lundback.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK