Orkusalan besta græna vörumerkið

"Árangursríkt markaðsstarf og skýr mörkun er lykillinn að því að miðla mikilvægi grænna aðgerða."

Orkusalan hlaut í dag verðlaunin World’s Best Green Brand, eða Besta græna vörumerkið, í lauslegri íslenskri snörun, á alþjóðlegri verðlaunahátíð Charge Awards 2025 sem fer nú fram í tíunda sinn í Istanbúl í Tyrklandi.

Samkvæmt því er fram kemur í fréttatilkynningu eru verðlaunin þau virtustu í orkugeiranum á sviði vörumerkja.

Heiður að sigra

Orkusalan var í hópi tilnefndra fyrirtækja á heimsvísu sem leggja áherslu á sjálfbæra orku, umhverfisvernd og samfélagslega ábyrgð. „Það er mikill heiður að standa uppi sem sigurvegari meðal stórra og öflugra alþjóðlegra fyrirtækja sem byggja á öflugu markaðsstarfi og hafa sterka sýn á sjálfbærni og framtíðina. Árangursríkt markaðsstarf og skýr mörkun er lykillinn að því að miðla mikilvægi grænna aðgerða og auka vitund um orkumál,“ segir Heiða Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri sölu, þjónustu og markaðsmála hjá Orkusölunni, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK