Reglugerð Evrópusambandsins, CRR3

Gæti þýtt 3,5 til 4,5 ma.kr. aukinn árlegan kostnað.
Gæti þýtt 3,5 til 4,5 ma.kr. aukinn árlegan kostnað. mbl.is/Eyþór

Ný reglugerð Evrópusambandsins, CRR3, sem væntanlega verður innleidd í íslenskan rétt fyrir árslok, mun hafa veruleg áhrif á útlán til fyrirtækja, sérstaklega í byggingariðnaði og fasteignaviðskiptum. Þetta kom fram í kynningu Páls Guðmundssonar, forstöðumanns útlánaáhættu hjá Landsbankanum, á dögunum.

CRR3 breytir því hvernig eiginfjárbinding banka er reiknuð, sem hefur bein áhrif á útlánavexti. Með reglugerðinni verður áhættumat útlána nákvæmara og áhættuvogir mismunandi eftir tegund lána, stærð fyrirtækja og veðhlutfalli fasteigna. Stærsta breytingin snýr að svokallaðri framkvæmdafjármögnun. Útlán til byggingar á atvinnuhúsnæði munu almennt fá 150% áhættuvog, sem þýðir aukna eiginfjárbindingu og þar með hærri vexti. Útlán til íbúðabygginga geta fengið 100% áhættuvog ef ákveðin skilyrði eru uppfyllt, svo sem verulegt eiginfjárframlag eða bindandi sölusamningar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK