Styrmir Hafliðason nýr framkvæmdastjóri Verne á Íslandi

Styrmir Hafliðason, framkvæmdastjóri Verne á Íslandi.
Styrmir Hafliðason, framkvæmdastjóri Verne á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Gagnaversfyrirtækið Verne, sem er með starfsstöðvar víðsvegar á Norðurlöndum, tilkynnti í dag að Styrmir Hafliðason hafi verið tilnefndur sem framkvæmdastjóri Verne á Íslandi.

Fram kemur í tilkynningu að Styrmir taki við af Helga Helgasyni sem mun að eigin ósk stíga til hliðar og taka að sér hlutverk ráðgjafa innan fyrirtækisins. 

Haft er eftir Dominic Ward, forstjóra Verne, í tilkynningu: „Þar sem þörfin fyrir stafræna innviði eykst stöðugt heldur Ísland áfram að gegna lykilhlutverki í velgengni iðnaðarins og vaxtarstefnu Verne. Með þeim einstöku umhverfisvænu orkukostum sem Ísland hefur upp á að bjóða, setur íslenska starfsstöðin alþjóðleg viðmið fyrir sjálfbæra tölvuvinnslu með lágmarks losun koltvísýrings. Ég er því afar ánægður að bjóða Styrmi velkominn til starfa sem framkvæmdastjóra og leiða fyrirtækið á næsta stig vaxtar og þakka Helga fyrir einstakt framlag hans til Verne frá upphafi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK