Um 37% íslenskra tölva enn með Windows 10

Arnar S. Gunnarsson, öryggisstjóri OK.
Arnar S. Gunnarsson, öryggisstjóri OK. Ljósmynd/Aðsend

Í dag hættir Microsoft formlega að styðja Windows 10 stýrikerfið. Mælingar á Íslandi benda til allt að 37% tölva séu með Windows 10.

Í tilkynningu frá OK vegna þessa er haft eftir Arnari S. Gunnarssyni, öryggisstjóra:

,,Það sem þetta þýðir er að Microsoft er hætt að veita Windows 10 stuðning og gefur ekki lengur út uppfærslur. Windows 10 er orðið 10 ára gamalt stýrikerfi og bara í apríl á þessu ári uppgötvuðust 17 öryggisveikleikar í stýrikerfinu en það eru einmitt þeir sem verður hætt að lagfæra. Slíkir veikleikar geta leyft hökkurum að komast yfir gögn, lykilorð eða jafnvel stjórn á tölvum. Tölvurnar sjálfar halda áfram að virka en frá og með morgundeginum munu ekki berast fleiri uppfærslur frá Microsoft.”

Arnar mælir með samkvæmt tilkynningunni að uppfæra í Windows 11. ,,Þetta er ráðlegasta leiðin og tryggir áframhaldandi öryggi og samhæfni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK