Alþingismönnum veittur aðgangur

Tómas Eiríksson, annar eigenda hugbúnaðarfyrirtækisins Lagavita.
Tómas Eiríksson, annar eigenda hugbúnaðarfyrirtækisins Lagavita.

Tómas Eiríksson, annar eigenda hugbúnaðarfyrirtækisins Lagavita, sem þróar samnefnda gervigreindarlausn, sérhannaða fyrir lögfræðinga, segir að alþingismönnum sem þess óska verði veittur ókeypis aðgangur að forritinu.

Þannig munu bæði stjórn og stjórnarandstaða á örskotsstundu geta kynnt sér lögfræðilegar hliðar mála í þaula því Lagaviti er fljótur að finna til og greina viðeigandi réttarheimildir og lögskýringargögn.

Tómas segir að notendur geti lagt einfaldar spurningar fyrir Lagavita, rétt eins og fólk sem notað hefur aðrar gervigreindarlausnir eins og ChatGPT þekkir. „Svo er líka hægt að fara dýpra og fá lögfræðilega greiningu á einstökum skjölum, t.d. fyrirliggjandi frumvörpum og umsögnum um tiltekin mál. Að auki getur Lagaviti rakið forsögu laga og einstakra lagaákvæða.“

Meira um kjarnorkuákvæði

Tómas segir sem dæmi að til að fá að vita meira um svokallað „kjarnorkuákvæði“ í þingskaparlögum, sem beitt var í sumar til að ljúka málþófi í þinginu, sé nóg að leggja 2-3 spurningar fyrir Lagavita. Þá á notandinn að vera kominn með góða mynd á ákvæðið frá sögulegri og lagalegri – en ekki pólitískri – hlið því að Lagaviti má eingöngu byggja svör sín á viðurkenndum réttarheimildum eins og Tómas útskýrir. „Þetta sparar tíma, vinnu og peninga, og gæti bætt lýðræðið í landinu með því að styðja við vandaða lagasetningarhætti og upplýsta umræðu og ákvarðanatöku á þinginu. Lagaviti ætti líka að gagnast við að semja vönduð frumvörp því að hann sér strax hvort þau séu t.d. í ósamræmi við EES-gerðir eða önnur gildandi lagaákvæði. Þá mun hann geta aðstoðað þingnefndir við að undirbúa spurningar til þeirra sem eru kallaðir fyrir nefndina.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka