Arion banki metur fjárhagsleg áhrif sem óveruleg

Morgunblaðið/Eggert

Í gær kvað Hæstiréttur upp dóm í máli sem höfðað var gegn Íslandsbanka og sneri að skilmálum tiltekins íbúðaláns sem innihélt ákvæði um breytilega óverðtryggða vexti.

Dómurinn telur að skilmálar lánsins, sem kveða á um heimildir Íslandsbanka til breytinga á vöxtum, séu að hluta til ólögmætir.

Arion banki hefur í kjölfarið sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að skilmálar íbúðalána Arion banka með ákvæðum um breytilega vexti séu frábrugðnir þeim sem fjallað er um í dómi Hæstaréttar í málinu gegn Íslandsbanka og því erfitt að meta nákvæm áhrif af dómnum á lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum.

Bankinn nefnir þó að ef sambærileg niðurstaða fengist í ágreiningsmáli um lán Arion banka með óverðtryggðum vöxtum sé það bráðabirgðamat bankans að fjárhagsleg áhrif slíkrar niðurstöðu yrðu óveruleg.

Mál gegn Arion banka, þar sem tekist er á um lögmæti skilmála um heimild bankans til að breyta vöxtum á verðtryggðu íbúðaláni, bíður nú málflutnings fyrir Hæstarétti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka