Hið opinbera færir kostnaðinn á einkaaðila

Hvatt er til þess að endurskoða áformin áður en þau …
Hvatt er til þess að endurskoða áformin áður en þau verða að lögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Inn­herji er skoðana­dálk­ur ViðskiptaMogg­ans.

Harðorð gagnrýni hefur komið fram í umsögnum helstu fagaðila og hagsmunasamtaka í samráðsgátt stjórnvalda um fyrirhugaðar breytingar á uppgjörsreglum virðisaukaskatts sem fjármála- og efnahagsráðuneytið, með Daða Má Kristófersson ráðherra í fararbroddi, hefur lagt fram. Bæði KPMG, ECIT, Deloitte Legal og Félag atvinnurekenda (FA) telja að breytingarnar muni leiða til aukins rekstrarkostnaðar, aukins álags á fyrirtæki og bókhaldsaðila og tilfærslu fjármagnskostnaðar frá ríkinu yfir á atvinnulífið.

KPMG og ECIT benda á að veltuviðmið fyrir mánaðarskil, sem lagt er til að verði 60 milljónir króna, sé langt undir sambærilegum mörkum í nágrannalöndum. Í Danmörku sé viðmiðið einn milljarður króna og í Noregi 540 milljónir króna. Þau leggja til að íslenska viðmiðið verði að lágmarki 500 milljónir. Að þeirra mati myndi boðuð regla flytja fjölda minni og meðalstórra fyrirtækja í mánaðarskil, án nokkurrar raunverulegrar þarfar með tilheyrandi kostnaði og álagi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK