Sænska tískuvörukeðjan Lindex er orðin vinsælasta kvenfataverslun landsins samkvæmt tölum frá Meniga Markaðsvakt.
Hlutdeild Lindex á markaðnum í ágúst síðastliðnum var 26,4%,
Lindex er þar með komin fram úr annarri sænskri verslun, H&M, sem státar til samanburðar af 24,1% hlutdeild. Hin spænska Zara er með 21,5% í sömu mælingu sem skoðar viðskipti íslenskra kvenna hjá tískuvörumerkjum sem reka verslanir hér á landi. Lindex-verslanir eru tíu. Starfsmenn eru 100.
Staða annarrar sænskrar keðju, Gina Tricot, vekur einnig athygli í fjórða sætinu með 10,2%. Verslunin hefur sótt mikið í sig veðrið síðan fyrsta útibúið var opnað með pomp og prakt í Kringlunni fyrir tveimur árum.
Fimm Gina Tricot-verslanir eru nú reknar hér á landi. Í nóvember bætist sú sjötta við í Firðinum í Hafnarfirði, 350 fm að flatarmáli.
Albert Þór Magnússon, annar eigenda LDX19 ehf. sem rekur Lindex, Gina Tricot, Mayoral og Born in Iceland by EMIL&LÍNA, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að Gina Tricot hafi heldur betur reynst búbót í rekstur LDX19, eins og hann orðar það.
Starfsmenn samstæðu LDX19 eru að nálgast 200.
Á dögunum var ný, stærri og endurbætt 450 fm flaggskipsverslun Gina Tricot opnuð í Kringlunni þar sem á áttunda þúsund manns mættu opnunarhelgina. „Upphaflega vonuðumst við til að Gina Tricot gæti orðið um þriðjungur af veltu Lindex. Hún er nú þegar orðin um 50% af Lindex. Við gerum nú ráð fyrir að Gina Tricot verði 2/3 af Lindex þegar upp er staðið,“ segir Albert.
LDX19 var rekið með 148,8 millj. króna hagnaði á síðasta ári. Tekjur voru 1.965,7 millj.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
