Tekjuþróunin ráði úrslitum

mbl.is/Hari

Stóra spurningin varðandi afkomu Símans á þriðja ársfjórðungi þessa árs er hversu mikið tekjur af sjónvarpi munu lækka, samhliða því að Síminn hætti með Enska boltann. Þetta kemur fram í nýrri afkomuspá fyrir Símann sem unnin er af greiningarfyrirtækinu Reitun (IFS). 

Stjórnendur gera ráð fyrir að EBITDA verði á bilinu 6,6 til 7 milljarðar króna og EBIT 3,2 til 3,6 milljarðar króna. Í síðasta virðismati Reitunar var gert ráð fyrir að EBITDA yrði 6,8 milljarðar króna. Það sem af er ári nemur EBITDA 3,2 milljörðum króna og EBIT um 1,1 milljarði króna.

Reitun gerir ráð fyrir að tekjur af farsíma dragist saman um 0,5%, tekjur af gagnaflutningi dragist saman um 1%, sjónvarpsþjónusta dragist saman um 2% og vörusala dragist saman um 2%.

„Á móti vegur að við gerum ráð fyrir að auglýsingamiðlun vaxi um 10% á milli ára og annað um 30%. Undir þann flokk fellur fjártækni og önnur starfsemi sem ekki tilheyrir fyrrnefndum flokkum,” segir í spánni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK