Útgjöld 800 til 900 milljónir króna á ári

Fjárfesting Þórkötlu í 950 eignum í Grindavík nemur um 72 …
Fjárfesting Þórkötlu í 950 eignum í Grindavík nemur um 72 milljörðum króna. mbl.is/Karítas

Fasteignafélagið Þórkatla færði niður virði eignasafns félagsins um 16,8 milljarða króna í ársreikningi fyrir 2024. Ástæðan fyrir niðurfærslunni er yfirstandandi eldsumbrot og almenn óvissa.

ViðskiptaMogginn leitaði til Arnars Viðars Skúlasonar framkvæmdastjóra Þórkötlu, sem nefnir að ákvörðun um niðurfærslu á virði eignanna sé byggð á ítarlegri greiningu sérfræðinga í verðmati. Matið byggist á nokkrum forsendum, þeirri miklu óvissu sem félagið býr við og vísbendingum um að markaðsvirði fasteignanna í lok árs 2024 sé lægra en kaupverð Þórkötlu.

Við framkvæmd verðmats á eignum Þórkötlu hafi verið horft til áætlaðs sjóðstreymis frá eignunum til framtíðar, horft hafi verið til þess að eignir verði leigðar til skemmri tíma, en seldar þegar áætlað er að viðeigandi eftirspurn verði fyrir hendi. Aðferðafræðin byggist á því að hluti eigna fari í útleigu eftir lok jarðhræringa og að allar eignir verði seldar á nokkurra ára tímabili í kjölfarið.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka