Hæstiréttur Íslands kvað í vikunni upp dóm í svokölluðu vaxtamáli Íslandsbanka, þar sem deilt var um lögmæti skilmála um breytilega vexti á óverðtryggðu fasteignaláni. Dómurinn staðfesti að hluti skilmála bankans væru óskýr og því ógildur, en sýknaði bankann af öllum fjárkröfum lántaka.
Íslandsbanki hefur í kjölfarið metið fjárhagsleg áhrif dómsins innan við 1 milljarð króna, fyrir skatta. Bankinn hyggst fara vandlega yfir forsendur dómsins en hefur bent á að hann muni hafa samband við þá lántakendur sem möguleg leiðrétting eigi við um.
Dómurinn var dæmdur af fullskipuðum Hæstarétti. Í honum var sérstaklega vísað til ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins, sem taldi skilmála um vaxtabreytingar ekki nægilega gagnsæja. Enn er eftir að dæma í málum gagnvart Arion banka og Landsbanka.
Alexander Jensen Hjálmarsson hjá greiningarfyrirtækinu Akkur hefur heimfært niðurstöðuna upp á Arion banka og metið hámarkstap hans á um 900 milljónir króna, miðað við sambærilega aðferðafræði og hjá Íslandsbanka. Arion banki hefur sjálfur bent á að skilmálar Arion séu frábrugðnir þeim sem fjallað var um í dóminum en að áhrifin verði að líkindum óveruleg ef litið er til fjárhagslegra skuldbindinga.
Í greiningu Alexanders er sömuleiðis bent á að almennur fyrningarfrestur kröfuréttinda á Íslandi sé fjögur ár. Því gætu eldri lán, sem uppfylla skilyrði um óskýra skilmála, verið fyrnd og ekki lengur lögvarin.
Hlutabréf bankanna hafa hækkað allnokkuð á markaði eftir dómsuppkvaðningu, sem bendir til jákvæðra viðbragða fjárfesta og minnkandi óvissu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
