Fjárhagslegur léttir fyrir bankana

Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka.
Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæstiréttur Íslands kvað í vikunni upp dóm í svokölluðu vaxtamáli Íslandsbanka, þar sem deilt var um lögmæti skilmála um breytilega vexti á óverðtryggðu fasteignaláni. Dómurinn staðfesti að hluti skilmála bankans væru óskýr og því ógildur, en sýknaði bankann af öllum fjárkröfum lántaka.

Íslandsbanki hefur í kjölfarið metið fjárhagsleg áhrif dómsins innan við 1 milljarð króna, fyrir skatta. Bankinn hyggst fara vandlega yfir forsendur dómsins en hefur bent á að hann muni hafa samband við þá lántakendur sem möguleg leiðrétting eigi við um.

Dómurinn var dæmdur af fullskipuðum Hæstarétti. Í honum var sérstaklega vísað til ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins, sem taldi skilmála um vaxtabreytingar ekki nægilega gagnsæja. Enn er eftir að dæma í málum gagnvart Arion banka og Landsbanka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK